fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Röð mistaka með skelfilegum afleiðingum: „Þá var það um seinan og skaðinn skeður“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 09:00

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Friðriksson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Vestmannaeyjum og rannsóknarnefnd sjóslysa rannsaka nú hvað varð til þess að vatnsleiðsla til Vestmannaeyja stórskemmdist þegar Huginn VE dró akkeri skipsins í leiðsluna.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að ekki hafi einungis orðið skemmdir á vatnslögninni heldur hafi ljósleiðari Vodafone einnig slitnað. Almannavarnir lýstu á þriðjudag yfir hættustigi vegna skemmda á neysluvatnslögninni en ljóst er að skipta þarf um hana.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að röð mistaka virðist hafa átt sér stað þegar atvikið varð. Herma heimildir blaðsins að líkur bendi til þess að Huginn hafi siglt með akkerið úti frá miðunum þar sem skipið var við veiðar.

„Síðan, þegar áhöfnin varð þess vör að akkerið festist í botni í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn, var farið að hífa og reyna að losa akkerið með því að færa skipið til, í stað þess að höggva þegar í stað á akkerisfestarnar sem þó var gert að lokum. Þá var það um seinan og skaðinn skeður,“ segir í frétt blaðsins.

Skipstjóra og stýrimanni skipsins hefur verið sagt upp störfum vegna málsins.

Morgunblaðið hefur eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Eyjum, að málið sé til rannsóknar og gagnaöflun enn í gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“