fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Henry Kissinger er látinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 07:20

Henry Kissinger. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn, 100 ára að aldri. Kissinger var utanríkisráðherra í forsetatíð Richard Nixon og síðar Geralds Ford á árunum 1973 til 1977.

Hann var ráðherra á miklum umbrotatímum í bandarískum stjórnmálum og sat hann til dæmis í embætti þegar Víetnam stríðinu lauk. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Le Duc Tho frá Víetnam fyrir viðleitni sína til að binda enda á stríðið. Þá átti hann stóran þátt í að binda enda á Jom kippúr-stríðið, á milli Ísraels og bandalags arabaríkja undir forystu Egypta, haustið 1973.

Kissinger fæddist í Þýskalandi þann 27. maí árið 1923 en fjölskylda hans flúði til Bandaríkjanna árið 1938 þegar Nasistar voru við völd. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla árið 1954 en afskipti hans af stjórnmálum hófust árið 1957 þegar hann varð ráðgjafi Nelsons Rockefeller, fylkisstjóra New York.

Hann varð svo öryggisráðgjafi Nisxons þegar hann var kjörinn forseti árið 1968 og utanríkisráðherra sem fyrr segir árið 1973.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra