fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Meistaradeildin: Sturluð frammmistaða Arsenal sem vann riðilinn – Orri kom við sögu í jafntefli gegn Bayern

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 22:02

Kai Havertz. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stuð í fimmtu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld en Arsenal stal sviðsljósinu með rosalegri frammistöðu í kvöld gegn Lens á heimavelli.

Orri Steinn Óskarsson kom við sögu í góðum leik FCK gegn FC Bayern á útivelli.

A-riðill:

FCK hélt úti markalausu jafntefli gegn FC Bayern og eru með fimm stig í riðlinum. Það er sami stigafjöldi og Galatasaray en Bayern er með 13 stig og búið að vinna riðilinn.

Manchester United er með fjögur stig og þarf að vinna Bayern í síðasta leiknum og treysta á jafntefli Galatasaray og FCK til að fara áfram.

Orri Steinn Óskarsson lék hálftíma í leiknum.

Getty Images

B-riðill:

Arsenal slátraði Lens á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld, liðið skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og vann að lokum 6-00 sigur. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleik en Jorginho skoraði úr víti í þeim síðari.

Arsenal er búið að vinna riðilinn en PSV er með átta stig í öðru sæti en Lens er með fimm stig. Sevilla er úr leik en liðið gerði 2-3 sigri PSV.

C-riðill:

Real Madrid heldur áfram að gera vel en liðið vann 4-2 sigur á Napoli á heimavelli í kvöld. Jude Bellingham skoraði eitt marka Real og er liðið komið áfram.

Braga og Union Berlin gerðu jafntefli. Í síðustu umferð mætast Napoli og Braga en Napoli er með sjö stig og Braga er með fjögur stig. Union Berlin er hins vegar úr leik.

D-riðill:

Í D-riðli voru tvö jafntefli, Inter og Benfica gerðu 3-3 jafntefli Real Sociedad og Salzburg gerðu markalaust jafntefli.

Sociedad og Inter eru komin áfram en bæði eru með ellefu stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?

Greenwood að endurnýja kynnin við gamlan liðsfélaga?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Meistararnir að fá annað ungstirni

Meistararnir að fá annað ungstirni