fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Unglingsstúlka var lögð í hrottalegt einelti á netinu – Hana grunaði þó aldrei hver stóð í raun fyrir því

Pressan
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samskipti fólks hafa tekið gífurlegum breytingum síðustu áratugi eftir að Internetið nam land á nánast hverju heimili. Við erum tengdari en nokkru sinni fyrr, enda þekkjast landamæri vart í netheimum. Þetta hefur á sama tíma þýtt að óprúttnir aðilar eiga greiðari aðgang að okkur en áður, enda þurfa þeir ekki að klöngrast upp á svalirnar okkar heldur getur ráðist inn til okkar án þess að vera einu sinni í sama landi og við.

Fyrir nokkru byrjaði ung stúlka í Michigan í Bandaríkjunum að fá hatursfull skilaboð frá nafnlausum aðila. Hún leitaði á endanum til skólastjórnenda í gagnfræðaskóla sínum, enda taldi hún að eineltið kæmi frá jafnaldra. Bæði hún og kærasti hennar höfðu orðið fyrir þessu netníði og skólastjórnendur litu þetta alvarlegum augum. Móðir stúlkunnar, Kenda Licari, tók málinu eins alvarlega, sem og móðir kærastans. Skólastjórnendur ásamt mæðrunum ákváðu að vinna í sameiningu að því að upplýsa málið.

Loks var ákveðið að leita til lögreglunnar, eftir að skilaboðin héldu áfram að berast. Það var þá sem kom á daginn að Licari var að leggja sína eigin dóttur í einelti. Hún var í kjölfarið ákærð fyrri umsáturseinelti gegn barni, tölvuglæpi og fyrir að torvelda lögreglurannsókn. Hún játaði á sig sakir, en hefur enn ekki gefið upp hvers vegna í ósköpunum hún ákvað að hrella sína eigin dóttur mánuðum saman með hrottalegum skilaboðum.

Licari var í apríl dæmd til að afplána allt að fimm ár í fangelsi fyrir brot sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?