fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 19:00

Þó fáir reyki á Íslandi er hlutfall mentól sígarettu reykingafólks hátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis telur 48 mánuði, eða fjögur ár, hæfilegan undirbúningstíma fyrir reykingafólk mentól sígaretta að aðlagast áður en bann verður lagt á. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar á frumvarpi Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, um tóbaksvarnir.

Willum lagði frumvarpið fram undir lok síðasta árs en það byggir á Evróputilskipun sem samin var árið 2014 og tók gildi tveimur árum síðar.

Ýmislegt kemur fram í frumvarpinu, meðal annars bann við bragðbættum sígarettum. Svo sem með mentól bragði. En þessi þáttur frumvarpsins hefur verið fyrirferðarmestur í umræðunni og var það einnig í umræðum nefndarinnar.

Samkvæmt frumvarpinu átti fresturinn á banninu að vera eitt ár frá lagasetningu. Nefndin vill hins vegar gefa lengri tíma.

Ástæðurnar eru þær að þó að hér á Íslandi reyki fáir miðað við flest önnur lönd þá reykja hlutfallslega mjög margir hér mentól sígarettur, í kringum fjórðungur. Gefa þurfi þessum hópi tíma til aðlögunar að nýjum reglum.

Annað komið í staðinn

Nokkrir Sjálfstæðismenn hafa lýst efasemdum um frumvarpið. Meðal annars Vilhjálmur Árnason sem sagði í pontu Alþingis á síðasta ári að þar sem tilskipunin væri orðin svo gömul yrðu lögin sennilega orðin óþörf þegar þau loksins yrðu staðfest.

Sagði hann að markaðurinn hafi þegar fundið leiðir til að komast fram hjá þessum reglum um bann við bragðbættar sígarettur. Svo sem með staðgengilsvörum við bragðbætt tóbak, svo sem veip og snus.

Sjá einnig:

Segir ómaklega vegið að mentol sígarettum og djammreykingafólki- „Nú á að taka það frá þeim“

Willum svaraði þessu og sagðist hafa trú á að löggjöfin myndi vissulega hafa áhrif, sérstaklega með börn og unglinga í huga. Það sé að draga úr tóbaksnotkun Íslendinga og þetta sé hluti af þeirri vegferð.

„Heimurinn er allur að fara í þá átt að banna tóbak yfir höfuð. Það er staðan,“ sagði Willum. Einnig að á erlendri grundu sé hann sífellt spurður hvað Íslendingar séu að gera til að ná þeim mikla árangri sem hér sést í tóbaksvörnum.

Bitnar á saumaklúbbskonum

Annar þingmaður sem lét orð í belg var Hildur Sverrisdóttir, sem taldi frumvarpið boða mismunun reykingafólks.

„Það sem er vont er að hér er komið fram frumvarp sem ætlar að banna Salem og Caprí bláan,“ sagði hún í pontu.

Sagðist hún ekki vita til þess að þessar tegundir af sígarettum hefðu gert börnum og unglingum neitt umfram aðrar tegundir.

„Ekki einn einasti einstaklingur sem ég þekki byrjaði að reykja af því að eingöngu voru í boði mentól sígarettur. Það eru ekki unglingarnari sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentol sígarettum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Caprí bláum. Við ætlum að taka það frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ sagði Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“