Þýski knattspyrnumaðurinn Agyemang Diawusie er látinn aðeins 25 ára gamall.
Diawusie var á mála hjá Regensburg í þýsku C-deildinni og greinir félagið frá andlátinu. Hafði hann spilað 16 leiki á þessari leiktíð.
Fjöldi þýskra knattspyrnufélaga votta fjölskyldu Diawusie samúð.
Diawusie var uppalinn hjá Regensburg en spilaði til að mynda einnig með RB Leipzig á ferlinum.