Markvörðurinn Daði Freyr Arnarsson er búinn að skrifa undir nýjan samning við FH. Gildir hann út 2025.
Daði er 25 ára gamall og hann spilaði sjö leiki í Bestu deildinni á nýafstaðinni leiktíð.
Daði hefur verið hjá FH síðan 2016 en hann kom frá Vestra. Í tíð sinni hjá Fimleikafélaginu hefur hann þó verið lánaður út til Kórdrengja, Þórs og heim í Vestra.
Sindri Kristinn Ólafsson var aðalmarkvörður FH í sumar en hann er einnig samningsbundinn út 2025.
Daði Freyr ✍️ 2025!#ViðErumFH pic.twitter.com/mLTUheqMAS
— FHingar (@fhingar) November 29, 2023