Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, kom með ansi áhugaverð ummæli fyrr í vikunni. Þar hrósaði hann kantmanninum Ousmane Dembele í hástert.
Dembele gekk í raðir PSG í sumar frá Barcelona og er hann kominn með eitt mark og fimm stoðsendingar.
„Ég mun halda áfram að segja þetta. Ousmane Dembele er áhrifamesti leikmaður í heimi. Á því liggur enginn vafi,“ sagði Enrique um þennan 26 ára gamla leikmann.
Hann hélt áfram að lofsyngja Frakkann. „Honum er alveg sama um mistök. Hann heldur bara áfram og elskar að reyna. Hann hlustar ekki á gagnrýni og kemur alltaf með eitthvað jákvætt að borðinu.“