Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United var hluti af útsendingu TNT Sports í gær þegar leikur PSG og Newcastle fór fram. Umfjöllun TNT fór fram á vellinum.
Athygli vakti í beinni útsendingu þegar Ferdinand lét sig hverfa en Laura Woods sem stýrði þættinum sagði að Ferdinand hefði þurft að fara.
Nú er svo greint frá því að Ferdinand hafi verið veikur og hafi farið upp á hótelið sitt í París.
Ferdinand hvíldi sig vel á hótelinu í nótt og er nú mættur Istanbúl og verður hluti af útsendingu TNT yfir leik Galatsaray og Manchester United sem er að hefjast.
Ferdinand er eitt af andlitum TNT í umfjöllun þeirra en stöðin er með réttinn af Meistaradeildinni og hluta af ensku úrvalsdeildinni á Englandi.
Exclusive: Don’t panic people… I’m alive & kicking ready for tonight’s action in Istanbul!
UNITED UNITED ❤️@DFletcherSport @footballontnt https://t.co/b8FVTidd9f pic.twitter.com/RX1jNUrmqL
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 29, 2023