Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham og nú leikmaður Sporting Lissabon, lenti í bílslysi á leið á æfingu. Allir aðilar sluppu ómeiddir.
Atvikið átti sér stað er Edwards var að keyra á æfingu Sporting en skall hann á annan bíl með þeim afleiðingum að hans bíl hvolfdi.
Bæði hann og ökumaður hins bílsins eru sem fyrr segir ómeiddir. Edwards var þó mjög brugið eftir atvikið.
Edwards er enskur og uppalinn hjá Tottenham. Hann hefur verið hjá Sporting síðan 2022.