Ótrúlegt atvik átti sér stað í ensku C-deildinni í gær í leik Barnsley og Wycombe.
Staðan var markalaus undir blálokin þegar Max Stryjek, markvörður Wycombe, var að drolla með boltann í höndunum.
Sam Cosgrove, framherji Barnsley, pressaði á hann og stjakaði við honum með þeim afleiðingum að Stryjek missti boltann.
Dómarinn sá ekkert athugavert við þetta og Cosgrove renndi boltanum í markið.
Lokatölur urðu 1-0. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir Barnsley í baráttunni um að komast upp í B-deildina.
Myndband af þessu ótrúlega atviki er hér að neðan.
Barnsley have just scored this goal in the 91st minute against Wycombe…
What is the keeper thinking?? 🤣 pic.twitter.com/MmzXrM3MLB
— The92Bible (@The92Bible) November 28, 2023