Afar skondið atvik kom upp í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Þá var Ríkharð Óskar Guðnason sakaður um að hafa prumpað í settið fyrir beina útsendingu.
Guðmundur Benediktsson, Albert Brynjar Ingason og Kjartan Henry Finnbogason voru í setti til að fjalla um leikina í Meistaradeildinni en gátu vart andað fyrir prumpulykt.
„Var Rikki að prumpa?“ spurði Guðmundur.
„Það er það sem ég ætlaði að spyrja ykkur að áður en við fórum í beina. Hvað er í gangi?“ spurði Albert og hló.
Guðmundur tók til máls á ný. „Þetta er svakalegt, Jesús.“
Rikki sór þetta af sér.
„Hann sver það en ég trúi honum ekki,“ sagði Guðmundur þá en þetta drepfyndna brot er hér að neðan.
“Var Rikki að prumpa?” 🤣
©️Stöð 2 Sport pic.twitter.com/2XPZiz03oP— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) November 28, 2023