Manchester United hefur áhuga á tveimur leikmönnum Benfica, Joao Neves og Antonio Silva, að sögn blaðamannsins Florian Plettenberg.
Neves er aðeins 19 ára gamall miðjumaður en hann hefur vakið mikinn áhuga annarra félaga. Má þar nefna Bayern Munchen og Manchester City.
Hann lék sína fyrstu landsleiki á dögunum en leikur númer tvö kom einmitt gegn Íslandi.
Neves er með klásúlu upp á 105 milljónir punda í samningi sínum hjá Benfica.
Silva er tvítugur miðvörður sem er sömuleiðis lykilmaður hjá Benfica. Klásúlan í hans samningi er upp á um 86 milljónir punda.
Plettenberg segir að United vonist til að fá allavega annan þeirra næsta sumar en það er talið líklegra að Neves verði hjá Benfica til 2025.
💎 ManUtd is still pushing for João Neves, who is being scouted by many clubs (Bayern & more).
➡️ #MUFC hopes to get at least one of the two players next summer (Neves/Silva)
➡️ However, Silva remains the absolute top target as revealed ✔️SL Benfica confident that Neves… pic.twitter.com/sjmeAPUKBd
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 29, 2023