fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Færanlegar hraðhleðslustöðvar í fyrsta sinn á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 09:34

Guðmundur I. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar, Vífill Ingimarsson, framkvæmdastjóri stöðva, Auður Daníelsdóttir, forstjóri, og Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkan hefur nú tekið í notkun fyrstu færanlegu hraðhleðslustöðvarnar hér á landi en um er að ræða rafhlöðubanka sem geymir 300 kWh af orku. Með rafhlöðubanka myndast minna álag á raforkukerfið og gerir það að verkum að hægt er að tengja lausnina við minni rafmagnstengingu en hefðbundin hraðhleðslustöð en samt sem áður halda fullu afli. Hægt er að nota færanlegu hraðhleðslustöðvarnar sem neyðarlausn í rafmagnsleysi. Með þessari nýjung verður orkunýting mun betri.

Það er norska sprotafyrirtækið Elywhere sem hannar færanlegu hraðhleðslustöðvarnar en fyrirtækið sérhæfir sig í uppsetningu á snjöllum hraðhleðslustöðvum. Stöðvarnar eru virkar á Orkunni Miklubraut og Suðurfelli og vegna þess að þær eru færanlegar býður það upp á sveigjanleika til að kanna framboð og eftirspurn innan hverfa eða jafnvel bæjarfélaga. Á stöðinni eru fjórir hleðslustaurar með þremur CCS tengjum og eitt tengi með bæði CCS og CHAdeMO tengi.

„Þessar færanlegu hraðhleðslustöðvar eru algjör bylting í hraðhleðsluvæðingu landsins. Við sjáum mikil tækifæri með þessari snjöllu lausn, uppsetning á búnaði er einfaldur og skapar tækifæri til að kanna hleðsluþarfir viðskiptavina eftir svæðum. Orkan tekur þátt í orkuskiptunum og munu færanlegar hleðslustöðvar auðvelda okkur að koma til móts við aukina eftirspurn viðskiptavina og gera orkuskiptin aðgengilegri um allt land,” segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir