Það er útlit fyrir að Ruben Neves verði áfram hjá Al Hilal í janúarglugganum. Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti segir frá þessu.
Portúgalski miðjumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en hann fór frá Wolves í sumar og elti peningana til Sádi-Arabíu.
Newcastle hefur verið nefnt til sögunnar einna helst en einnig Arsenal.
Þessi félög virðast þó geta gleymt því að krækja í Neves í bili en hann ætlar sér að klára þetta tímabil með Al Hilal hið minnsta.
🚨❌ Despite rumors, Ruben #Neves is unlikely to leave #AlHilal in January.
📌 The 🇸🇦 club has not received offers so far and the 🇵🇹 player has no intention of saying goodbye. 🐓⚽️ #Transfers pic.twitter.com/pI44vq1tKB
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) November 28, 2023