fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 16:00

Hér sést tannburstinn í vélindanu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ skrifaði skurðlæknirinn Jose Antonio Salvada á samfélagsmiðilinn X um sjúkling sem hann og fleiri læknar tóku á móti á sjúkrahúsi í El Salvador.

Sjúklingurinn er 32 ára karlmaður sem var að bursta tennurnar af svo miklum krafti að tannburstinn brotnaði skyndilega í tvennt. Áður en hann vissi af rann efri hluti tannburstans niður í hálsinn á honum og festist í vélindanu.

Salvado sagði að maðurinn hafi strax farið á bráðamóttöku og var hann strax sendur í röntgenmyndatöku. Myndirnar sýndu að efri hluti tannburstans sat fastur í vélindanu.

Skurðlæknar fjarlægðu tannburstann samstundis að sögn Salvado með því að draga hann upp í gegnum vélinda og út um munninn.

Á myndum, sem hafa verið birtar af þessu, sést að haus tannburstans var heill þegar hann kom út úr manninum.

Manninum heilsast vel og virðist ekki hafa beðið varanlegt tjón af þessu óhappi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?