Samkvæmt enska blaðinu Times er Tottenham að reyna að kaupa Jota, kantmann Al Ittihad í Sádí ARabíu.
Jota var keyptur til Al Ittihad frá Celtic í sumar en hefur varla fengið að spila. Félagið er með of marga erlenda leikmenn.
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham hefur náð því besta fram úr Jota þegar þeir unnu saman hjá Celtic.
Al Ittihad borgaði 25 milljónir punda fyrir Jota í sumar en hann er 24 ára gamall.
Sagt er að Tottenham hafi áhuga á að kaupa hann en Al Ittihad er einnig til í að lána Jota svo hann geti spilað meira en hann hefur gert í Sádí Arabíu.