Íslenskir dómarar verða að störfum á leik Arsenal og RC Lens í Unglingadeild UEFA karla.
Um er að ræða stórt verkefni fyrir íslenska hópinn sem fær þetta verkefni sem fram fer í Englandi.
Leikurinn fer fram í Borehamwood 29. nóvember. Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.