fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Við dæmum engan og leggjum áherslu á að hlusta á fólk, segir umboðsmaður skuldara

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 14:36

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiðsluaðlögun er mikilvægt úrræði sem umboðsmaður skuldara aðstoðar skjólstæðinga sína gjarnan í gegnum. Hún byggist á frjálsum samningum milli skuldara og körfuhafa um að laga greiðslubyrði af skuldum að greiðslugetu skuldara, gjarnan með skuldaniðurfellingu að hluta eða jafnvel öllu leyti. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Ásta Sigrún - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ásta Sigrún - 4.mp4

Ásta segir það hafa verið mikla réttarbót fyrir fólk í skuldavandræðum þegar fyrningarfrestur krafna við gjaldþrot var lækkaður úr 10 árum í tvö.

Menntasjóður námsmanna er undanþeginn sem við höfum gagnrýnt mikið. Námslán eru undanþegin þessum tveggja ára fyrningarfresti.“ segir Ásta Sigrún.

En hvaða rök eru fyrir því að Menntasjóður námsmanna sé undanskilinn í þessu?

Þetta fór fyrir þingið og þar var talið að námslán væru með þeim hætti að þau ættu að vera undanskilin. Í raun og veru er þetta bara pólitík.“

Hvernig er það, kemur fólk nógu snemma til umboðsmanns skuldara þegar stefnir í óefni í fjármálunum? Á fólk að koma fyrr?

Því fyrr því betra, segi ég alltaf. Við getum leiðbeint fólki t.d. bara bent því á að tala við kröfuhafa. Þegar svona vandamál koma upp eru fyrstu sporin oft mjög þung. Fólk er oft mjög kvíðið og heldur hafnvel að það sé í verri stöðu en það raunverulega er. Við höfum mjög gott vinnslukerfi þar sem við söfnum saman öllum upplýsingum. Við erum með vefþjónustu fyrir t.d. stærstu kröfuhafa. Því fyrr því betra vegna þess að því flóknari sem málin eru orðin og vanskilin meiri þá verða þetta erfiðari mál,“ segir Ásta Sigrún.

Það má segja að greiðsluaðlögun sé sambland af velferðarmáli og skuldaskilarétti. Þessi félagslegi þáttur skiptir svo miklu máli. Það verður að greina ástæðuna fyrir því að einstaklingurinn er í þeirri stöðu að þurfa að leita til okkar. Það eru alltaf einhverjar ástæður. Eitt af því sem gerir úrræðið tafsamara er að þetta er einstaklingsmiðað. Við erum að fást við lifandi fólk í alls konar aðstæðum.

Meginhluti starfsfólksins hjá okkur er lögfræðingar. Greiðsluaðlögun er með þeim hætti, en þú þarft að hafa þennan mannlega þátt. Þú ert að vinna með fólki í erfiðleikum og þeir sem koma til okkar eru ekki á hamingjusamasta stað í lífinu. Ég hef lagt mikla áherslu á það hjá mínu starfsfólki að í fyrsta lagi dæmum við engan, við leggjum okkur fram við að hlusta og við verðum líka að átta okkur á því hver er vilji viðkomandi – hefur hann greiðsluvilja? Hvað er hann gamall? Hvernig er framtíðin? Öryrkjar, sem eru fjölmennur hópur hjá okkur, hefur bara ákveðið aflahæfi. Við vinnum líka mikið með fólki á endurhæfingarlífeyri,“ segir Ásta Sigrún.

Hún segir að ekki megi gleyma því að stofnunin hafi byggt upp traust meðal kröfuhafa. „Þegar þetta var nýmæli á Íslandi vissi enginn hvað greiðsluaðlögun var en á þessum 13 árum hefur byggst upp traust á okkar vinnu, sem er mjög mikilvægt.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
Hide picture