Ole Martin Neeselquist er hættur sem aðstoðarþjálfari KR, frá þessu segir sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson á X-inu.
Ole Martin var ráðinn til KR fyrir ári síðan og voru miklar væntingar gerðar til hans.
Rúnar Kristinsson hætti svo sem þjálfari KR í haust og Gregg Ryder tók við þjálfun liðsins. Hann og Ole Martin vinna ekki saman samkvæmt þessu.
Ole Martin var orðaður við að fara með Rúnari til Fram en Rúnar er nú búinn að ráða Helga Sigurðsson til að aðstoða sig.
Ole Martin var með samning við KR út næstu leiktíð en Páll Kristjánsson, formaður KR svaraði ekki i símann við vinnslu fréttarinnar.
Ole Martin Neeselquist hættur hjá KR.#ÞriðjudagsmoliHöfðingjans pic.twitter.com/S7qtzag73O
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 28, 2023