fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Bókaspjall: Gaman að gleyma sér í þykkum spennubókum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölbreytt jólabókaflóðið er í algleymingi og á undanförnum vikum hef ég lesið þrjár þykkar skáldsögur sem allir eru fremur æsilegar. Þetta eru Biluð ást eftir Sigurjón Magnússon, Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána og Hvítalogn eftir Ragnar Jónasson.

Ég er ekki viss um að Sigurjón Magnússon, höfundur sögunnar Biluð ást, yrði sáttur við merkimiðann „spennusaga“ á sína sögu og er hún þó mjög spennandi. Rakin er örlagarík ævi dæmds morðingja, lýst harðneskjulegu lífi á jaðri samfélagsins og ómótstæðilegri hefndarfýsn. Ljósið í myrkrinu er vinátta og frændsemi sem aðalpersónan nýtur.

Sigurjón hefur lengi notið virðingar fyrir skáldsögur sínar en hefur þó ekki verið áberandi á metsölulistum eða bókmenntaumræðunni undanfarin ár. Biluð ást sker sig frá fyrri verkum hans meðal annars fyrir afþreyingargildið. Hún er gífurlega spennandi og dramatísk og rígheldur lesandanum. Hér er klárlega komið efni í metsölubók ef jólabókamarkaðurinn hefur á annað borð svigrúm til að bregðast við óvæntum tíðindum. Hver sá sem les þessa bók á í vændum sterka upplifun. Óvænt negla, þessi saga.

Þær raddir heyrast að Borg hinna dauðu sé besta bók Stefáns Mána. Ég held að hún eigi að minnsta kosti heima ofarlega á listanum. Mjög spennandi og vel fléttuð saga. Áköf og áleitin, rétt eins og bók Sigurjóns og þær eiga líka það sameiginlegt að lýsa inn í myrkur mannssálarinnar. Á þeim er síðan sá reginmunur að Stefán Máni býr til formúlu og ráðgátu fyrir lesandann en Sigurjón rekur ofbeldisfulla örlagasögu manns. Saga Stefáns Mána myndi njóta sín vel í bíómynd en Biluð ás Sigurjóns kæmi vel út í sex þátta sjónvarpsseríu.

Illskan og myrkrið í bókum Sigurjóns og Stefáns Mána finnst manni ættað úr mannheimum en andrúmsloftið í sögum Ragnars Jónassonar þykir manni meira vera úr hans eigin söguheimi og maður tengir það síður við lífið sjálft þó að sögurnar séu ágætlega trúverðugar. Það er ekki sama dýptin í persónusköpun og stíl en á móti er hann einstaklega lúnkinn við að smíða snjallar ráðgátur. Í Hvítalogni hefur hann búið til flóknari sögu en áður, þar sem að virðast ólíkir og jafnvel óskyldir þræðir fléttast saman. Sagan er svo vel og skemmtilega fléttuð að hún er verulega vel heppnuð fyrir það eitt. Mikill skemmtilestur.

Í næsta pistli verður spjallað um smásagnasöfn og ljóðabækur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“