Eigendur Chelsea ætla að skrúfa fyrir botnlausa eyðslu félagsins, til að hægt verði að kaupa leikmenn þarf nú að. losa sig við leikmenn.
Telegraph segir frá. Todd Boehly og eigendur Chelsea hafa eytt miklum fjármunum í liðið síðustu átján mánuði. Það hefur ekki skilað sér innan vallar.
Chelsea er með ansi marga leikmenn á launaskrá og til að fá inn nýja leikmenn ætlar félagið að losa sig við leikmenn.
Þannig er búist við því að Thiago Silva yfirgefi félagið næstar sumar þegar samningur hans þar er á enda. Trevoh Chalobah verður svo líklega seldur.
Chelsea hefur byrjað tímabilið mjög illa þrátt fyrir miklar styrkingar í sumar en Mauricio Pochettinho hefur mistekist að láta hlutina smella.