Arsenal og Manchester United eru að sækja sér miklu fleiri stig og eru á betri stað í töflunni á Englandi miðað við sköpuð færi.
XG tölfræðin heldur utan um öll þau færi sem lið skapa sér. Arsenal sem situr á toppnum er í sjöunda sæti á lista þegar kemur að XG.
XG er tölfræði sem reiknar út líkur á marki miðað við þau færi sem lið skapa sér. Manchester City er á toppnum í þessari tölfræði og Liverpool þar skammt á eftir.
Manchester Unitede er einnig að sækja sér miklu fleiri stig miðað við sköpuð færi og er í ellefta sæti þar en í sjötta sæti í raun.
Arsenal hefur náð að troða inn mörkum líkt og United til að ná í sigra en þeir hafa oft ekki verið sannfærandi.
XG tölfræði liðanna:
(29.70 xG) Manchester City
(29.10 xG) Liverpool
(28.41 xG) Newcastle United
(27.73 xG) Chelsea
(27.36 xG) Aston Villa
(24.97 xG) Brentford
(24.88 xG) Arsenal
(23.83 xG) Tottenham
(23.30 xG) Everton
(23.29 xG) Brighton
(20.51 xG) Manchester United
(20.40 xG) West Ham
(18.72 xG) Bournemouth
(18.49 xG) Wolverhampton Wanderers
(17.21 xG) Crystal Palace
(16.66 xG) Luton
(16.06 xG) Nottingham Forest
(15.37 xG) Fulham
(11.89 xG) Burnley
(10.05 xG) Sheffield United