fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Jennifer Lawrence svarar loksins fyrir þrálátan orðróm um útlit hennar

Fókus
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 09:20

Mörgum þykir útlit Jennifer Lawrence hafa breyst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur orðrómur verið á kreiki um að bandaríska leikkonan Jennifer Lawrene hafi gengist undir fegrunaraðgerð á andliti.

Ástæðan er breytt útlit stjörnurnar á ýmsum viðburðum síðastliðna mánuði. Í september mætti hún á Dior tískusýningu í París og voru margir handvissir um að hún hafi látið eitthvað krukka í andlitinu. Útlit hennar var einnig til umræðu í síðustu viku eftir að hún mætti á hátíðarviðburð Saks Fifth Avenue í New York.

Tískusýning Dior. Mynd/Getty

Leikkonan blæs á kjaftasögurnar og segir að það sé snyrtivörum að þakka að hún líti svona út. Hún tók viðtal við raunveruleikastjörnuna Kylie Jenner fyrir Interview Magazine á dögunum og ræddi um orðróminn.

Lawrence sagði að hún hafi byrjað að vinna með förðunarfræðingnum Hung Vanngo fyrir stuttu og að hann hafi kennt henni ýmislegt.

Á viðburði Saks.

„Það er ótrúlegt hvað förðunarvörur geta gert því ég vinn með Hung, sem stækkar varirnar með varalitablýanti og ég kalla hann lýtalækni, því síðan ég byrjaði að vinna með honum fyrir nokkrum mánuðum hef ég fengið að heyra að fólk sé handvisst um að ég hafi gengist undir fegrunaraðgerð á augum. En ég gerði það ekki, þetta er bara farði.“

Kylie Jenner sagði að hún hafi séð myndirnar en að henni þyki leikkonan líta stórkostlega út og alls ekki eins og að hún hafi gengist undir fegrunaraðgerðir.

Leikkonan þolir það ekki þegar fólk ber hana saman við gamlar myndir.

Lawrence sagði einnig að henni þætti ósanngjarnt að gagnrýnendur væru sífellt að bera útlit hennar núna saman við gamlar myndir af henni.

„Ég byrjaði að leika þegar ég var nítján ára og ég sé að fólk er að bera saman myndir af mér núna, þegar ég er 33 ára, við myndir af mér síðan ég var nítján ára. En ég hef þroskast og andlitið hefur breyst því ég hef elst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025