fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lilja: „Ein af þess­um sýn­ing­um sem fylgja manni í marga daga“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 08:30

Lilja Alfreðsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ein af þess­um sýn­ing­um sem fylgja manni í marga daga og láta mann ekki vera fyrr en maður tek­ur af­stöðu. Hjart­ans þakk­ir fyr­ir mig.“

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar gerir hún leiksýninguna Fúsi: Aldur og fyrri störfsem nú er sýnd í Borgarleikhúsinu, að umtalsefni en sýningin var frumsýnd á Litla sviðinu fyrir skemmstu. Hún fjallar um Sig­fús Svein­björn Svan­bergs­son, Fúsa, og ævi­skeið hans með frænda sín­um, Agn­ari Jóni Eg­ils­syni leik­ara og leikstjóra sýningarinnar. Fúsi, sem er býsna reyndur leikari, hefur starfað með leikhópnum Perlunni í rúm 40 ár.

„Fúsi er fatlaður ein­stak­ling­ur og er saga hans saga þjóðar og hvernig um­gjörð sam­fé­lags­ins var í tengsl­um við fatlað fólk. Sýn­ing­in rifjar upp at­vik úr ævi Fúsa og er tvinnað inn í frá­sögn­ina tónlist frá systkin­un­um Ellý og Vil­hjálmi Vil­hjálms­börn­um. Hinar frá­bæru leik­kon­ur Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir og Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir leika atriði tengd ævi Fúsa og svo er fimmti maður­inn á sviðinu Eg­ill Andra­son sem spil­ar á hljóm­borð,“ segir Lilja í grein sinni en augljóst er að sýningin hafði mikil á hana.

„Sýn­ing­in er, að því er ég best veit, ein sú fyrsta hjá at­vinnu­leik­húsi þar sem fatlaður ein­stak­ling­ur er í burðar­hlut­verki. Leik­ritið er afar áhrifa­ríkt og til­komu­mikið, þar sem sag­an er ein­læg og átak­an­leg en á sama tíma skemmti­leg.“

Lilja segir að þetta stór­merki­lega verk sýn­i fram á að fatlaðir ein­stak­ling­ar þurfi stærra hlut­verk í skap­andi grein­um.

„Ráðuneyti mitt hef­ur verið að styðja bet­ur við þenn­an mála­flokk, meðal ann­ars í gegn­um hátíðina List án landa­mæra. List án landa­mæra dreg­ur þetta meðal ann­ars fram, en all­ar göt­ur frá stofn­un henn­ar árið 2003 hef­ur hátíðin lagt áherslu á list fatlaðs fólks og sem slík skapað sér sér­stöðu inn­an menn­ing­ar­lífs­ins á Íslandi. Hef­ur hátíðin meðal ann­ars ýtt und­ir og stuðlað að sam­starfi ólíkra hópa í góðu sam­starfi við lista­söfn, leik­hópa og tón­list­ar­líf – og þannig skapað vett­vang og ný tæki­færi í menn­ing­ar­lífi þjóðar­inn­ar,“ segir Lilja meðal annars.

Hún segir að lokum að það hvernig sam­fé­lagið kem­ur fram við fatlaða ein­stak­linga sé hinn sanni mæli­kv­arði á siðferði þjóða, það er hver um­gjörð þeirra er sem og tæki­færi.

„List­ir eru ein besta leiðin til þess að varpa ljósi á fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins þar sem sköp­un­ar­kraft­ur fólks fær notið sín óháð bak­grunni og stöðu viðkom­andi. Það er brýnt að halda áfram að tryggja jöfn tæki­færi til list­sköp­un­ar með þeim hætti, því all­ir hafa sögu að segja. Það næmi og ein­lægni sem kem­ur fram í leik­sýn­ing­unni Fúsa á er­indi við okk­ur öll. Þetta er ein af þess­um sýn­ing­um sem fylgja manni í marga daga og láta mann ekki vera fyrr en maður tek­ur af­stöðu. Hjart­ans þakk­ir fyr­ir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?