Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins ætlar að funda með Kobbie Mainoo miðjumanni Manchester United á næstunni. Vill hann reyna að trygja að hann velji enska landsliðið.
Mainoo er 18 ára gamall og hefur spilað fyrir yngri landslið Englands en hann er einnig með ríkisborgararétt í Ghana.
Þaðan koma foreldrar hans en Mainoo hefur alla tíð búið í Manchester.
Mainoo byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag og átti ansi góðan leik í 0-3 sigri United á Everton.
Hafa forráðamenn United lengi beðið eftir því að Mainoo kæmi inn í aðalliðið félagsins en hann meiddist í sumar og gat því ekki byrjað fyrr en nú.
Southgate vill reyna að trygja að Mainoo velji enska landsliðið og ætlar sér að hitta hann á næstu dögum samkvæmt enskum blöðum.