fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Myndbönd Þorleifs af garði hans vekja óhug meðal Grindvíkinga – „Það sést ekkert að hérna núna“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2023 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að myndbönd sem Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík, birti á Facebook-síðu sinni hafi vakið óhug meðal Grindvíkinga.

„Það sést ekkert að hérna núna, ég ætla að prófa aðeins að fikta í þessu.“

Á myndböndunum má sjá garðinn við heimili Þorleifs og fjölskyldu hans við Mánagötu í Grindavík. „Ég á fjögur börn, og þetta er fótboltavöllur barnanna bak við húsið. Björgunarsveitin kom áðan og við stikuðum þetta út og þetta er sennilega sprunga sem liggur í gegnum lóðina. Húsið virðist í lagi, en ég er ekki farinn að hallamæla það. Stéttin er sprungin og innkeyrslan er búin að færast um 10 sentimetra, gliðna og springa. Malbikið er svo komið frá húsinu, samt er hvergi bunga á innkeyrslunni, ég veit ekki hvort að húsið hoppaði,“ segir Þorleifur í samtali við DV.

Myndböndin eru tekin fyrr í dag þegar Þorleifur var við vinnu í Grindavík, en hann starfar sem rafverktaki. „Ég var að fara í nokkur fyrirtæki, slá inn frystikæla og svona, og fór svo heim í hádegismat, borða samlokuna heima og þá varð ég var við þetta. Mig grunar að margt svona eigi eftir að koma í ljós,“ segir Þorleifur. Hann segir lítið vit í að fara í viðgerðir á bænum ef land er enn að síga. „Það allavega hljómar ekki skynsamlega.“

Myndböndin hafa vakið athygli meðal íbúa bæjarins, sem nú eru dreifðir víða eftir að bærinn var rýmdur 10. nóvember síðastliðinn. Má sjá að þau valda óhug meðal fólks enda virðist ekkert að garðinum þegar horft er yfir hann.

„Það fer ágætlega um okkur. Við byrjuðum í 60 fm inn á systur minni á Hverfisgötu, og erum núna komin í tveggja svefnherbergja íbúð í Norðlingaholti, fín íbúð,“ segir Þorleifur aðspurður um hvar fjölskyldan dvelur í dag. „Það hefur verið komið mjög vel fram við okkur, þetta leysist allt saman,“ segir Þorleifur jákvæður í bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna