Arsenal hefur hafnað tilboði frá félagi í ensku úrvalsdeildinni í markvörðinn Aaron Ramsdale. Football.London segir frá.
Ramsdale er kominn á bekkinn hjá Arsenal eftir að hafa verið aðalmarkvörður undanfarin tvö tímabil. David Raya kom til félagsins frá Brentford í sumar og hefur skákað honum.
Ramsdale er því orðaður við brottför en hann vill vera í flugvél enska landsliðsins til Þýskalands á EM næsta sumar.
Football.London segir nú að félag í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar hafi boðið í hann í einhverju formi en að Arsenal hafi sagt að leikmaðurinn sé ekki til sölu.