Liverpool þarf að borga 8,5 milljón punda til Benfica eftir að Darwin Nunez byrjaði í leik gegn Manchester City um helgina.
Nunez kom til Liverpool sumarið 2022 og var talað um að kaupverðið væri 85 milljónir punda.
Liverpool borgaði hins vegar 64 milljónir punda við undirskrift en svo eru bónusar sem auðvelt er að ná í.
Þannig þurfti Liverpool að borga 4,3 milljónir punda til Benfica þegar Nunez spilaði sinn tíunda leik fyrir félagið.
Mirror segir svo frá því að Liverpool þurfi nú að borga 8,5 milljón punda eftir að Nunez spilaði sinn 60 leik fyrir félagið.
Leikurinn um helgina var númer 60 hjá Nunez í treyju Liverpool en hann hefur verið að finna taktinn undanfarnar vikur.
8,5 milljón punda er eftir í bónusgreiðslur en þar er um að ræða bónusa tengda frammistöðu Nunez og árangurs Liverpool.