Miðjumaðurinn Douglas Luiz hjá Aston Villa er efstur á óskalista Arsenal en fyrrnefnda félagið hefur engan áhuga á að selja hann.
Mikel Arteta vill bæta við sig miðjumanni í janúar og hefur Luiz þar verið nefndur einna helst.
Unai Emery, stjóri Villa, var spurður út í þetta í gær.
„Douglas er að spila mjög vel og ég vil halda honum,“ sagði Emery, sem er auðvitað fyrrum stjóri Arsenal.
„Við viljum halda honum og ég held að hann sé mjög sáttur hjá okkur líka,“ bætti Emery við.
Villa hefur átt frábært tímabil og er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig.