Sjónvarpsþættir sem koma út í hverri viku hér á 433.is eru einnig aðgengilegir í hlaðvarpsformi.
Á mánudögum kemur út sjónvarpsþátturinn 433.is þar sem einstaklingur úr knattspyrnuheiminum mætir í settið hverju sinni. Þessa vikuna var Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, gestur.
Þá kemur Íþróttavikan út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og fá til sín góða gesti í hverri viku.
Gestur þeirra í síðasta þætti var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.
Þættirnir koma út í mynd hér á vefnum, sem og á Hringbraut.is og Hringbautarrás Sjónvarps Símans, en einnig á helstu hlaðvarpsveitur á svæði 433.is þar.