Ensk blöð vekja athygli á því að Marcus Rashford sé byrjaður að hitta fyrrverandi kærustu sína á nýjan leik, Rashford og Lucia Loi skelltu sér saman út að borða fyrir helgi.
Rashford og Loi byrjuðu saman þegar þau voru fimmtán ára gömul, þau hafa í tvígang hættið saman en eru byrjuð að hittast aftur.
Í bæði skiptin sem Rashfod og Loi hafa hætt saman hefur frammistaða hans innan vallar farið niður á við.
Rashford hefur svo byrjað þetta tímabil ömurlega en sú staðreynd að hann sé byrjaður að hitta Loi aftur gleður stuðningsmenn United.
„Rashford aftur með stelpunni sinin og núna byrjaður að skora,“ skrifaði einn netverji eftir sigur liðsins á Everton í gær þar sem Rashford skoraði.
Rashford og Loi höfðu trúlofað sig þegar þau hættu saman í vor en nú gæti allt farið af stað á nýjan leik.
„Tímabilið byrjar núna, Rashford er aftur mættur með stelpuna sína,“ skrifar annar.
„Það er eins gott að Rashford giftist þessari stelpu,“ skrifar einn og fjöldi stuðningsmanna United tekur í sama streng.