Roma vann góðan sigur á Udinese í gær en lærisveinar Jose Mourinho þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum í þessum leik.
Mourinho virðist hafa verið nokkuð stressaður enda jafnaði Udinese leikinn í síðari hálfleik.
Paulo Dybala og Stephan El Shaarawy settu á sig markaskóna og skoruðu báðir.
Það var í markinu sem El Shaarawy skoraði og kom Roma í 3-1 sem Mourinho varð ansi glaður.
Mourinho hljóp upp að boltastrák á vellinum og faðmaði hann innilega til að fagna sigrinum.
Atvikið er hér að neðan.
📹 #ElShaarawy sigla il terzo gol e #Mourinho esulta correndo ad abbracciare un raccattapalle! #ASRoma #RomaUdinese 💛❤️ pic.twitter.com/G8D4gz9d28
— Il Romanista (@ilRomanistaweb) November 26, 2023