Jadon Sancho heldur áfram að vera í kuldanum hjá Manchester United og er nánast öruggt að hann fari frá félaginu í janúar.
Sancho fór í stríð við Erik ten Hag og neitar að biðjast afsökunar á því, sökum þess fær hann ekki að æfa né spila með liðinu.
Það vekur hins vegar athygli netverja að Sancho var virkur á X-inu í gær en hann var lítið að spá í 3-0 sigri Manchester United á Everton.
Hann var hins vegar ansi spenntur yfir sigri Real Madrid í gær þar sem vinur hans Jude Bellingham var í stuði.
Sancho virtist spenntur yfir þessum úrslitum en góður sigur hjá liðsfélögum hans kveikti lítið í honum.