Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fékk sekt fyrir að leggja ólöglega í Manchester í gær.
Guardiola lagði bílnum sínum ólöglega á meðan hann skrapp inn á veitingastað sem er í hans eigu. Fór hann í kjölfarið að versla og var bíllinn í heildina lagður ólöglega í þrjá klukkutíma.
Þegar hann kom til baka beið hans 60 punda sekt en það jafngildir um tíu þúsund íslenskum krónum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guardiola fær sekt fyrir að leggja ólöglega en það gerðist líka í ágúst.