fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Matthew Perry átti sér uppáhalds Friends þátt – Þetta er ástæðan

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2023 12:12

Matthew Perry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn heitni Matthew Perry sagði á sínum tíma að hann ætti sér einn uppáhalds Friends þátt af einni ákveðinni ástæðu. Perry lék Chandler Bing í samtals 236 þáttum af Friends og því mætti ætla að erfitt sé að velja uppáhalds þátt, en Perry átti sér einn sem hann kallaði uppáhaldið sitt.

Sjá einnig: Dánarorsök Matthew Perry -Veröldin syrgir vin

Friends þættirnir náðu gríðarlegum vinsældum og er enn horft á þá víðs vegar um heiminn. Perry fannst látinn á heimili sínu 28. október og í minningu hans hafa mörg viðtöl við hann ratað aftur fyrir augu almennings. Í viðtali árið 2004 var hann beðinn um að svara hver uppáhaldsþátturinn hans væri.  Aðdáendur þáttanna muna ef til vill eftir „The One With The Black Out“ úr fyrstu þáttaröð Friends, þar sem Chandler festist í hraðbanka með Victoria’s Secret fyrirsætunni, Jill Goodacre, en hún lék sjálfa sig í þættinum.

„Það áhugaverða við þennan þátt var að ég talaði ekki mikið, það sem ég sagði var aðallega í talsetningu,“ sagði Perry við Entertainment Weekly árið 2004. „Við tókum upp það sem ég sagði fyrirfram og ég varð að bregðast við.“

Hann viðurkenndi að það hefði ekki verið erfitt að vinna með Goodacre. „Við skulum horfast í augu við það: Jill Goodacre er heit, svo það var ekki svo erfitt,“ sagði Perry.

Þar sem atriðið var tekið upp á undan öðrum í þættinum gat Perry síðan horft á mótleikara sína fimm taka upp önnur atriði.„Það sem var frábært við þetta kvöld var að ég gat líka horft á þrjá fjórðu hluta þáttarins, þessa fimm frábæru leikara vinna saman sem var ótrúlegt,,“ sagði Perry, sem segist á þeim tímapunkti hafa áttað sig á að Friends myndu slá í gegn. Þó hann hafi ekki ímyndað sér að þeir myndu ganga í tíu þáttaraðir.

Friends voru margverðlaunaðir á sínum tíma og hlutu meðal annars sex Emmy-verðlaun. Perry hlaut Screen Actors Guild Award verðlaunin (SAG) árið 1996 fyrir túlkun sína á Chandler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“
Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“