Knattspyrnugoðsögnin David Beckham segir að eignkona sín, Victoria Beckham, hafi borðað sömu máltíðina meira og minna síðan hann kynntist henni.
David er mikill matgæðingur en segir að það sama verði ekki sagt um eiginkonu sína.
„Ég hef mikla ástríðu fyrir mat og víni og þegar ég borða eitthvað sem mér finnst mjög gott vil ég að allir prófi það,“ segir David en áhorfendur heimildaþátta um hann sem komu út á dögunum fengu til að mynda að sjá hversu mikill matgæðingur kappinn er.
David heldur áfram.
„Því miður er ég giftur einhverri sem hefur borðað það sama í 25 ár. Síðan ég kynntist henni hefur hún bara borðað grillaðan fisk og gufusoðið grænmeti. Hún víkur mjög sjaldan frá því.“