Manchester United varð um helgina fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að halda hreinu í 500 leikjum.
Þetta varð ljóst með 0-3 sigri á Everton í gær.
Andre Onana hélt hreinu í leiknum en þetta var í fimmta sinn sem hann gerir það á leiktíðinni, enginn hefur gert það oftar.
Onana átti erfitt uppdráttar fyrst um sinn hjá United eftir hann kom frá Inter í sumar en hefur unnið vel á.
United er í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig, 4 stigum frá fjórða sætinu mikilvæga.
Manchester United become the first side to keep 5️⃣0️⃣0️⃣ clean sheets in the Premier League 🧤 pic.twitter.com/Q5vE2VafyN
— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 26, 2023