Á laugardag voru þrjú ár síðan argentíska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona féll frá. Kappinn var alla tíð mikill glaumgosi og var til að mynda með mörgum konum.
Fyrr á árinu fór fyrirsætan Antonela Avellaneda í viðtal og rifjaði upp kynni sín af Maradona, sem hún segir að hafi verið ást lífs síns.
Þá sagði Avellaneda að hún hafi keypt sér bíl og borgað fyrir háskólanám sitt með peningum sem hún fékk frá Maradona fyrir nektarmyndir af sér.
„Ég hitti hann þegar ég var mjög ung. Ég seldi myndir bara til hans og það fór aldrei neitt annað,“ sagði Avellaneda.
„Hann sá eitthvað fallegt við mig sem ég hafði ekki séð sjálf. Það var svo mikill heiður fyrir mig. Ég sakna hans svo mikið.“
Avellaneda er 41 árs en hún var aðeins 18 ára þegar hún kynntist Maradona.
„Ég gat með þessu borgað fyrir háskólanámið mitt. Ég gat hjálpað fjölskyldu minni, ég setti upp búð og keypti minn fyrsta bíl. Það var frábært.“
Avellaneda er vinsæl fyrirsæta í dag og starfar í Brasilíu en argentísk eins og Maradona.