Jamie Vardy skoraði bæði mörk Leicester í 2-0 sigri á Watford um helgina en var þó ekki alfarið sáttur með sína frammistöðu í leiknum.
Leicester er með þriggja stiga forskot á toppi ensku B-deildarinnar og tíu stigum á undan liðinu í þriðja sæti. Það er því ekki ólíklegt að liðið sé á leið í úrvalsdeildina á ný eftir árs fjarveru.
Sem fyrr segir skoraði Vardy bæði mörk Leicester í leiknum en hann var ansi ósáttur með sig eftir að hafa klúðrað dauðafæri.
Kýldi framherjinn reynslumikli sjálfan sig í andlitið vegna þess. Sjón er sögu ríkari, myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Nothing to see here, just Jamie Vardy punching himself after missing a chance yesterday…
😅😅😅
📹 @LCFC pic.twitter.com/AT33SN3xJR
— Footy Accumulators (@FootyAccums) November 26, 2023