Mohammed Salah, stjarna, Liverpool, var beðinn um að velja draumasamherja sinn sem hann væri til í að fá til Liverpool.
Fyrstu tveir leikmennirnir sem hann valdi þurfa ekki að koma á óvart en svo valdi Salah leikmann Manchester City.
„Messi eða Ronaldo. En ef ég á að velja einn úr ensku úrvalsdeildinni vel ég Kevin De Bruyne. Hann gæti fundið mig hvar sem er á vellinum svo ég myndi segja Messi, Ronaldo og svo Kevin,“ sagði Salah.
„Hann er frábær leikmaður. En ég einbeiti mér bara að mínum leik og ekki neinum öðrum.“