Cadiz 0 – 3 Real Madrid
0-1 Rodrygo(’14)
0-2 Rodrygo(’64)
0-3 Jude Bellingham(’74)
Jude Bellingham getur ekki hætt að skora fyrir lið Real Madrid og komst á blað í kvöld í 3-0 sigri á Cadiz.
Bellingham er markahæsti leikmaður La Liga en hann hefur skorað 11 mörk síðan hann kom til Real í sumarglugganum.
Antoine Griezmann er í öðru sæti listans með níu mörk og þar á eftir koma tveir leikmenn með átta mörk.
Real komst aftur á toppinn með sigri í kvöld gegn Cadiz þar sem Rodrygo skoraði tvennu og Bellingham eitt.
Girona á þó möguleika á að komast í toppsætið en liðið er einu stigi á eftir meisturunum og á leik til góða.