Erik ten Hag, stjóri Manchester United, gat brosað í kvöld eftir leik sinna manna gegn Everton.
Man Utd fór á erfiðan útivöll og vann 3-0 sigur þar sem Alejandro Garnacho skoraði sturlað mark úr hjólhestaspyrnu.
,,Frammistaðan var góð í dag. Við byrjuðum nákvæmlega hvernig við vildum byrja og skoruðum stórkostlegt mark. Það var ekki bara afgreiðslan heldur uppbygging sóknarinnar,“ sagði Ten Hag.
,,Við vorum of passívir í fyrri hálfleik og ég var ekki ánægður með þann hluta leiksins. Everton fékk sín tækifæri og við byrjuðum að verja stöðuna í seinni hálfleik.“
,,Markið hjá Garnacho var stórbrotið, það eru margir leikir eftir en þetta verður örugglega valið mark tímabilsins.“