Tottenham 1 – 2 Aston Villa
1-0 Giovani Lo Celso(’22)
1-1 Pau Torres(’45)
1-2 Ollie Watkins(’61)
Tottenham er nú búið að tapa þremur úrvalsdeildarleikjum í röð eftir viðureign gegn Aston Villa í dag.
Tottenham var taplaust fyrir ekki svo löngu síðan en tapaði gegn Chelsea í byrjun mánaðars og svo gegn Wolves.
Villa kom í heimsókn til London í dag og hafði betur 2-1 eftir að heimamenn höfðu komist yfir.
Leikurinn var gríðarlega fjörugur en fyrsta markið skoraði Giovani Lo Celso fyrir heimamenn á 22. mínútu.
Pau Torres og Ollie Watkins sáu um að tryggja Villa stigin þrjú og er liðið nú í fjórða sæti, tveimur stigum á undan Tottenham.