Mbl.is greinir frá því að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi verið handtekin síðasta föstudag á skemmtistaðnum Kíkí queer bar. Staðfesti hún handtökuna í samtali við miðilinn.
Arndís sagði við mbl.is að ástæða handtökunnar hafi verið sú að hún hafi verið of lengi inn á salerni skemmtistaðarins. Öryggisgæslan hafi því reynt að vísa henni út og loks snúið hana niður.
„Þetta var óþarflega niðurlægjandi“, sagði Arndís við mbl.is
Hún segir óþarflega mikilli hörku hafa verið beitt af hálfu dyravarða. Hún hafi streist á móti og atburðurinn upp á sig og dyraverðir óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma henni út.
Hún segir lögregluna hafa ekið sér heim og engir eftirmálar orðið.
Lögreglan hafi komið fagmannlega fram án þess að vita, fyrr en komið var á staðinn, hvers vegna hún var kölluð til.
Arndís vill meina að viðbrögð dyravarða og að þeir skyldu kalla til lögreglu hafi verið tilefnislaust með öllu.