Aaron Ramsdale þarf að koma sér burt frá Arsenal í janúar segir fyrrum enski landsliðsmarkmaðurinn, Paul Robinson.
Ramsdale var aðalmarkmaður Arsenal á síðustu leiktíð en hefur nú misst sæti sitt til David Raya.
Robinson telur að samband Ramsdale við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, sé ónýtt og að hann eigi enga framtíð fyrir sér á Emirates.
,,Hann átti frábært síðasta tímabil og byrjaði vel í ár, hann er mikilvægur hlekkur í klefanum,“ sagði Robinson.
,,Við erum að tala um leiðtoga, hann er alvöru karakter og virtist eiga í mjög góðu sambandi við Arteta.“
,,Það er of seint að laga það samband í dag, það er ónýtt. Ramsdale er í dag varamarkmaður og þarf að komast annað í janúarglugganum.“