Angel Di Maria, leikmaður Benfica og Argentínu, hefur staðfest það að hann sé að leggja landsliðsskóna á hilluna.
Di Maria hefur átt mjög farsælan feril sem leikmaður og lék með liðum eins og Real Madrid, Manchester United og Paris Saint-Germain.
Di Maria er í dag 35 ára gamall en hann ætlar að kalla þetta gott eftir Copa America á næsta ári og mun ekki spila á HM 2026.
Hann á að baki vel yfir 100 landsleiki fyrir Argentínu og vann HM með þjóð sinni í Katar á síðasta ári.
Di Maria spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2008 og hefur því verið hluti af liðinu í 15 ár.