Wayne Rooney er búinn að vinna sinn fyrsta leik sem knattspyrnustjóri Birmingham í ensku Championship deildinni.
Rooney hafði byrjað feril sinn sem stjóri Birmingham ansi illa og var að stýra sínum sjötta leik.
Sheffield Wednesday var andstæðingur Birmingham í þessari viðureign og tapaði 2-1 eftir að hafa komist yfir.
Þetta var fyrsti sigur Rooney sem stjóri Birmingham en næsti leikur liðsins er gegn Blackburn þann 29. nóvember.
Rooney var ráðinn inn fyrr á þessu tímabili en gengi liðsins hingað til hefur verið afskaplega lélegt.