Harry Kane viðurkennir að líf hans í Þýskalandi hafi ekki verið neinn dans á rósum hingað til en hann gekk í raðir Bayern Munchen í sumar.
Kane er einn besti framherji heims og gerði það lengi gott með Tottenham en gerði samning við Bayern fyrr á árinu.
Það var ekki auðvelt fyrir fjölskyldu Kane að færa sig um set en hún hafði búið í London til margra ára – leikmaðurinn á fjögur börn ásamt eiginkonu sinni.
Búist er við að Kane snúi aftur til Englands einn daginn en hann hefur fundið sig á vellinum hingað til þó að lífið utan vallar sé erfiðara.
,,Ég hef þurft að takast á við marga persónulega hluti sem tengjast ekki fótbolta. Ég er að reyna að finna skóla fyrir börnin mín og stað þar sem við getum búið saman,“ sagði Kane.
,,Þetta snýst ekki bara um fótbolta, ég þarf að sjá til þess að aðrir í mínu lífi hafi það gott.“