Lið í næst efstu deild í Sádi Arabíu er að horfa til Kevin de Bruyne sem hefur lengi verið einn besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Asharq Al-Awsat sem þykir vera nokkuð virtur í Sádi Arabíu.
Það er nóg til af peningum í Sádi og hafa margar stórstjörnur fært sig til landsins undanfarna mánuði.
De Bruyne gæti fengið ansi háa launahækkun ef hann semur við Al-Qadsiah sem stefnir að því að komast í efstu deild í heimalandinu.
Eins og flestir vita leikur De Bruyne með Manchester City en hann er 32 ára gamall og því kominn á seinni ár ferilsins.
Samningur De Bruyne rennur út 2025 og er ólíklegt að Man City hleypi honum ódýrt á næsta ári.
Staðan er þó þannig að Belginn hefur glímt við töluverð meiðsli og hefur aðeins leikið einn úrvalsdeildarleik á tímabilinu.